Fjárfestingalán
Hentugur kostur við kaup á skráningarskyldum tækjum fyrir lög- og rekstraraðila.

Af hverju fjárfestingalán?
Hagræði
Fjárfestingalán er veðlán sem er veitt til að kaupa skráningarskyld tæki. Þú ert eigandi tækisins en Ergo hefur fyrsta veðrétt.
Sveigjanleg
Við fjármögnum allt að 80% fyrir utan virðisaukaskatt og er lánstími háður aldri og notkun tækisins.
Þægileg
Léttir undir sjóðsstreyminu og minnkar eiginfjárbindingu.

Byggingatæki
Við vitum hvað skiptir aðila í rekstri mestu máli og leggjum okkur fram um að mæta fjölbreyttum þörfum atvinnulífsins með faglegri ráðgjöf þegar kemur að fjármögnun atvinnutækja.

Landbúnaðartæki
Er gamla dráttarvélin eða rúlluvélin farin að gefa sig? Við skiljum að það er ekki eingöngu veðrið sem hefur áhrif á heyskapinn. Ef þú þarft að endurnýja tækin þá vinnum við með þér.

Lækningatæki
Öflug og góð tæki geta auðveldað reksturinn og opnað ný tækifæri. Þess vegna er aðalatriðið hjá Ergo að mæta þörfum þínum með faglegri ráðgjöf og framúrskarandi þjónustu.

Hvaða tæki þarf þinn rekstur?
Þarfir fyrirtækja í rekstri eru eins ólíkar og fyrirtækin eru mörg en það sem skiptir alltaf máli er að þær séu uppfylltar og sniðnar að rekstrinum. Við vitum hvað skiptir þig máli og vinnum með þér til að finna bestu fjármögnunarleiðina hverju sinni.

Ómetanlegur bakhjarl í upphafi ferlisins
Það er aldrei að vita hvað tæki geta komið að ómetanlegum notum við reksturinn. Ergo hefur verið leiðandi á fjármögnunarmarkaði með áherslu á framúrskarandi þjónustu þegar kemur að fjármögnun atvinnutækja af öllum stærðum og gerðum.
Við lánum fyrir alls konar
Við fjármögnum allt frá farartækjum, flæðilínum og flugvélum til ferðavagna og fitusogstækja – og allskonar sem byrjar ekki á f.
Skoða alltAlgengar spurningar
Sjá meiraHafðu samband
Sendu okkur línu ef þig vantar frekari upplýsingar um fjárfestingalán og við verðum í sambandi við þig.

