Lánið mitt
Þú getur skoðað stöðuna á láninu þínu og greitt inn á það í netbanka Íslandsbanka, Íslandsbankaappinu eða með því að hafa samband við okkur.
Ef þú ert ekki viðskiptavinur Íslandsbanka getur þú samt sem áður fengið aðgang að netbankanum. Einstaklingar sækja um með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og stofna annað hvort debetreikning eða sparnaðarreikning (ekki þarf að leggja neina fjárhæð inn á reikninginn).
Samhliða stofnun reikningsins færð þú aðgang að netbankanum.

Netbankinn
Í netbanka Íslandsbanka getur þú skoðað upplýsingar um lánið þitt, séð stöðu þess, greitt það upp eða greitt inn á það.
Opna netbanka
Appið
Í Íslandsbankaappinu getur þú skoðað upplýsingar um lánið þitt, séð stöðu þess, greitt inn á það eða greitt það upp. Nánar um appið á vef Íslandsbanka.
Skoða nánar
Innborgun á lán
Þú getur alltaf greitt inn á lánið þitt til að lækka mánaðarlegu greiðslurnar eða greitt lánið alveg upp – það er ekkert mál og kostar ekkert aukalega! Þú getur líka með einföldum hætti skráð reglulegar auka greiðslur inn á lánið þitt.
Lesa nánarHafðu samband
Við hjá Ergo kappkostum að veita þér skjóta og góða þjónustu og hafa þarfir þínar í fyrirrúmi. Fyrirspurnum er svarað bæði í móttöku og síma á opnunartíma og með tölvupósti sem við svörum eins fljótt og kostur er.

