Atvinnutæki
Við skiljum allar ástæður fyrir nýrri vél. Við höfum verið leiðandi í fjármögnun atvinnutækja undanfarin ár og leggjum okkur fram við að mæta þörfum þínum með faglegri ráðgjöf og framúrskarandi þjónustu.

Fjármögnun sem hentar þínum þörfum

Kaupleiga
Kaupleiga er hentug fyrir flestar fjárfestingar eins og bifreiðar, vélar og tæki. Þegar rétta tækið er fundið kaupir Ergo tækið en viðskiptavinur er skattalegur eigandi þess. Að samningstíma loknum er tækinu afsalað til viðskiptavinar. Kaupleiga er sveigjanlegt form fjármögnunar og hægt er að aðlaga greiðslur að sjóðsstreymi viðskiptavinar.
Nánar um kaupleigu
Fjárfestingalán
Hentug leið við kaup á tækjum fyrir lög- og rekstraraðila. Fjárfestingalán er hefðbundið veðlán/skuldabréf sem veitt er til kaupa á skráningarskyldum tækjum þar sem Ergo er á 1. veðrétti tækisins. Að lánstíma loknum er veðinu svo aflýst.
Nánar um fjárfestingalán
Birgðafjármögnun
Hentar bílaumboðum, bílasölum og atvinnutækjasölum. Fjármögnuð eru ný eða notuð skráningarskyld tæki sem ætluð eru til endursölu. Samningstími er allt að 9 mánuðir og greiðast vextir mánaðarlega. Ef tæki selst fyrir lok samningstíma þá er áhvílandi fjármögnun gerð upp.
Nánar um birgðafjármögnunAf hverju að velja Ergo
Við fjármögnum flest milli himins og jarðar.
Fagleg ráðgjöf og framúrskarandi þjónusta þegar kemur að fjármögnun atvinnutækja.
Með fjölbreyttum lánalausnum hjálpum við þér að finna hvað hentar þinni starfsemi best.
Víðtæk reynsla gerir Ergo að traustum samstarfsaðila fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.

Byggingatæki
Við vitum hvað skiptir aðila í rekstri mestu máli og leggjum okkur fram um að mæta fjölbreyttum þörfum atvinnulífsins með faglegri ráðgjöf þegar kemur að fjármögnun atvinnutækja.

Landbúnaðartæki
Er gamla dráttarvélin eða rúlluvélin farin að gefa sig? Við skiljum að það er ekki eingöngu veðrið sem hefur áhrif á heyskapinn. Ef þú þarft að endurnýja tækin þá vinnum við með þér.

Lækningatæki
Öflug og góð tæki geta auðveldað reksturinn og opnað ný tækifæri. Þess vegna er aðalatriðið hjá Ergo að mæta þörfum þínum með faglegri ráðgjöf og framúrskarandi þjónustu.

Hvaða tæki þarf þinn rekstur?
Þarfir fyrirtækja í rekstri eru eins ólíkar og fyrirtækin eru mörg en það sem skiptir alltaf máli er að þær séu uppfylltar og sniðnar að rekstrinum. Við vitum hvað skiptir þig máli og vinnum með þér til að finna bestu fjármögnunarleiðina hverju sinni.

Ómetanlegur bakhjarl í upphafi ferlisins
Það er aldrei að vita hvað tæki geta komið að ómetanlegum notum við reksturinn. Ergo hefur verið leiðandi á fjármögnunarmarkaði með áherslu á framúrskarandi þjónustu þegar kemur að fjármögnun atvinnutækja af öllum stærðum og gerðum.

Við aðstoðum með ánægju
Sendu okkur línu ef þig vantar aðstoð eða ef þú ert með fyrirspurn varðandi fjármögnun atvinnutækja og við verðum í sambandi við þig.