Birgðafjármögnun
Fjármögnun á nýjum og notuðum skráningarskyldum tækjum til endursölu. Hentug leið fyrir bílaumboð, bílasala og aðra atvinnutækjasala.

Af hverju birgðafjármögnun?
Hagræði
Birgðafjármögnun er sérsniðin vara með hátt þjónustustig og með henni er hægt að losa um rekstrarfé, mæta vexti eða árstíðabundnum sveiflum í rekstri.
Sveigjanleg
Lánstími getur verið allt að níu mánuðir og ef tæki selst fyrir lok lánstíma þá er áhvílandi lán einfaldlega gert upp.
Þægileg
Öll lánaskjöl eru undirrituð með rafrænum hætti sem tryggir einfalt og fljótlegt ferli sem sparar bæði tíma og pappír.
Fjármögnun sem hentar þínum þörfum

Kaupleiga
Kaupleiga er hentug fyrir flestar fjárfestingar eins og bifreiðar, vélar og tæki. Þegar rétta tækið er fundið kaupir Ergo tækið en viðskiptavinur er skattalegur eigandi þess. Að samningstíma loknum er tækinu afsalað til viðskiptavinar. Kaupleiga er sveigjanlegt form fjármögnunar og hægt er að aðlaga greiðslur að sjóðsstreymi viðskiptavinar.
Nánar um kaupleigu
Fjárfestingalán
Hentug leið við kaup á tækjum fyrir lög- og rekstraraðila. Fjárfestingalán er hefðbundið veðlán/skuldabréf sem veitt er til kaupa á skráningarskyldum tækjum þar sem Ergo er á 1. veðrétti tækisins. Að lánstíma loknum er veðinu svo aflýst.
Nánar um fjárfestingarlánVið lánum fyrir alls konar
Við fjármögnum allt frá farartækjum, flæðilínum og flugvélum til ferðavagna og fitusogstækja – og allskonar sem byrjar ekki á f.
Skoða alltHafðu samband
Sendu okkur línu ef þig vantar frekari upplýsingar um birgðafjármögnun og við verðum í sambandi við þig.

