1. apríl 2025
Vel heppnuð páskaeggjaleit Ergo
Páskaeggjafjörið sem Ergo stóð fyrir í Kópavogsdal á laugardaginn tókst frábærlega!

Fjölmargir gestir mættu til að taka þátt í skemmtilegri leit að týndu eggjum páskakanínunnar og öll eggin fundust að lokum.
VÆB bræður sáu um að skapa góða stemningu áður en þeir ræstu sjálfa leitina. Veðrið lék við okkur sem gerði viðburðinn enn ánægjulegri.
Við hjá Ergo viljum þakka öllum sem mættu og tóku þátt.