Sleppa aðalvalmyd
Heim
22. desember 2025

Lög um kílómetragjald á ökutæki

Þann 1. janúar 2026 taka gildi ný lög um kílómetragjald á öll ökutæki.

Deila

Þann 1. janúar 2026 taka gildi ný lög um kílómetragjald á öll ökutæki. Þar er kveðið á um að eigendur allra ökutækja skuli skrá kílómetrastöðu og greiða kílómetragjald fyrir hvern ekinn kílómetra. Skráning kílómetrastöðu og greiðsla kílómetragjalds verður með sama hætti og hefur verið undanfarin tvö ár fyrir eigendur/umráðamenn rafmagns- og tengiltvinnbíla, í gegnum www.island.is. Ef annar aðili en skráður eigandi hefur umráðarétt yfir gjaldskyldu ökutæki ber honum að ganga frá skráningunni. Fyrsti reikningur fyrir áætluðum meðalakstri verður með gjalddaga 1. febrúar 2026. Gangi eigandi/umráðamaður (ef bíllinn er á bílasamningi/kaupleigusamningi hjá Ergo), ekki frá skráningu kílómetrastöðu þá fellur á sérstakt vanskráningargjald:

a) 20.000 kr. vegna ökutækis sem er undir 10.000 kg að leyfðri heildarþyngd.

b) 40.000 kr. vegna ökutækis sem er 10.000 kg að leyfðri heildarþyngd eða þyngra.

Sjá nánar hér.

;