4. apríl 2025
Ergo varar við svikatölvupóstum í nafni Skattsins
Við vörum við svikatölvupóstum í nafni Skattsins sem hafa verið að berast viðskiptavinum.

Svikatölvupósturinn hefur titilinn „Mikilvæg tilkynning: Endurgreiðsla skatts 2024 : Afgreiðsla“ og biður móttakanda að auðkenna sig til að sækja um endurgreiðslu hjá Skattinum og er símanúmer Ergo látið fylgja með neðst í póstinum.
Þarna er um að ræða tilraun til svika með það markmið að biðja móttakanda að láta af hendi banka-og kortaupplýsingar.
Hvernig veistu að þetta séu svik?
- Ergo og Íslandsbanki senda eingöngu tölvupósta frá netföngum sem enda á: islandsbanki.is, isb.is, ergo.is, islandssjodir.is og það sama gildir um hlekkina sem við sendum frá okkur.
Telur þú þig hafa lent í svikum?
Ef þú gafst upp greiðslukortið þitt eða heimilaðir innskráningu með rafrænum skilríkjum í gegnum hlekk þá þarft þú að:
- Frysta greiðslukortin þín í appinu
- Skrá út öll innskráð tæki. Það getur þú gert í appinu með því að ýta á „Meira“, velja síðan tannhjólið fyrir „Stillingar“ efst í hægra horninu og þar velurðu „Skrá út úr öllum tækjum“.
- Hafðu tafarlaust samband við Íslandsbanka í síma 440-4000 sem er opinn allan sólarhringinn fyrir neyðartilfelli.
Nánari upplýsingar má finna á netöryggissíðu Íslandsbanka