Viltu taka bílinn eða ferðavagninn með þér í fríið?
Ef þú ert með lán hjá okkur þá kemur það ekki í veg fyrir að þú getir tekið bílinn eða ferðavagninn með þér út fyrir landsteinana.

Það sem þú þarft að hafa í huga
- Lánið þitt þarf að vera í skilum.
- Bíllinn/ferðavagninn þarf að vera kaskótryggður og með ábyrgðartryggingu.
- Mundu að taka græna kortið með þér. Það er staðfesting á að ábyrgðartrygging sé í gildi í þínu heimalandi. Hafðu samband við tryggingafélagið þitt til að athuga í hvaða löndum græna kortið gildir.
- Einnig þarftu að tryggja þig með þjófnaðartryggingu fyrir dvölina erlendis.
- Ef þú ert ekki með ákveðinn heimkomudag, gætum við þurft auka tryggingu.
- Á brottfarardegi þarftu að framvísa leyfi frá okkur við eftirlit á hafnarbakka.
Við mælum með því að þú hafir samband við okkur tímanlega áður en þú hyggur á ferðalag. Þá getum við farið vel yfir málið fyrir þig og útbúið nauðsynlega pappíra svo ekki komi til stöðvunar við eftirlit á hafnarbakka.
Sendu okkur fyrirspurn ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt óska eftir því að fara með bílinn eða ferðavagninn til útlanda og við aðstoðum þig með ánægju.
Algengar spurningar
Sjá meiraEr heimilt að greiða upp lánið fyrir lok lánstíma?
Hvernig greiði ég inn á lánið?
Get ég lækkað greiðslugjaldið mitt?

Þjónusta
Við aðstoðum með ánægju
Sendu okkur línu ef þig vantar aðstoð eða ef þú ert með fyrirspurn og við verðum í sambandi við þig.