Bifreiðagjöld
Varst þú að greiða upp samning eða selja bíl sem var á samningi hjá Ergo? Þá hefur Ergo aðkomu að endurgreiðslu vegna bifreiðagjalda.

Við eigendaskipti getur myndast inneign vegna bifreiðagjalda
Við eigendaskipti eru bifreiðagjöld endurgreidd hlutfallslega til fyrri eiganda (Ergo) og nýr reikningur myndast hjá kaupanda (þér) fyrir það tímabil sem eftir er.
Líklegt er að það myndist inneign hjá viðskiptavinum okkar í þessum tilfellum:
- Ef þú ert að selja bíl/ferðavagn með Ergo samningi
- Ef þú varst að klára að greiða upp samning og fá bílinn/ferðavagninn skráðan á þitt nafn
Við sjáum um að skila endurgreiðslunni til þín eins fljótt og kostur er en almennt klárum við að afgreiða allar endurgreiðslur innan 15 daga frá því að þær myndast hjá Skattinum.
Frekari upplýsingar um bifreiðagjöld má finna á vefsíðu Skattsins.
Algengar spurningar
Sjá meiraVarst þú að greiða upp bílasamning eða selja bíl eða ferðavagn sem var á bílasamningi hjá Ergo?
Greiddir þú reikning vegna bifreiðagjalda frá Skattinum en ert nú með annan reikning fyrir sama tímabil í netbankanum þínum?

Þjónusta
Við aðstoðum með ánægju
Sendu okkur línu ef þig vantar aðstoð eða ef þú ert með fyrirspurn og við verðum í sambandi við þig.