Fréttir Ergo

Móttaka Ergo lokuð og skert þjónusta vegna kvennaverkfalls

Þriðjudaginn 24. október munu konur og kvár leggja niður störf til að mótmæla kynbundnu misrétti. Er þetta í sjöunda sinn sem mótmælt er með þessum hætti á þessum degi, en það var gert í fyrsta sinn árið 1975.
Ergo leggur sig fram um að styðja starfsfólk sitt sem kýs að taka þátt í þessum baráttudegi kvenna, en vekur um leið athygli viðskiptavina á því að aðgerðirnar koma til með að hafa áhrif á þjónustustig.
Móttakan verður lokuð og útborganir frestast fram til miðvikudagsins 25. október.

Aðrar fréttir

Óverðtryggðir vextir lækka

Frá og með 2. desember 2024 munu óverðtryggðir vextir hjá Ergo lækka um 0,50 prósentustig. Lækkunin er í samræmi við þá lækkun sem Seðlabanki Íslands tilkynnti á stýrivöxtum 20. nóvember sl.
Sjá nánar