Greiðslumat
Í hvaða tilfellum þarf að gera greiðslumat?
Okkur ber, samkvæmt Lögum um neytendalán sem tóku gildi 1. nóvember 2013, að gera greiðslumat í ákveðnum tilfellum. Það á til dæmis við þegar einstaklingur er að taka lán sem nemur 2.800.000 kr. eða meira og þegar hjón eða sambúðarfólk eru að taka lán sem er 5.650.000 kr. eða hærra.
Í öllum tilfellum ber okkur að gera lánshæfismat en það þýðir að viðskiptasaga viðkomandi hjá Ergo og Íslandsbanka er skoðuð.
Rafræn skilríki
Til þess að fara í greiðslumat þá þarft þú að vera með rafræn skilríki. Þú getur leitað til næsta útibús Íslandsbanka til að verða þér úti um þau, sjá hér. Í framhaldi getur þú hafið ferlið hér, en það er einstaklega einfalt og fljótlegt.
Athugaðu þó að ávallt þarf að byrja á að sækja um fjármögnun, hvort heldur sem er hjá bílasala eða ráðgjöfum Ergo.