{{(100 - states.currentFinancePercentage | number : 0)}}% fjármögnun

Tesla hefur valið Ergo sem fjármögnunaraðila sinn á Íslandi. Þetta samstarf styður við þá áherslu Ergo að vera hreyfiafl til góðra verka og hafa að leiðarljósi stefnu Íslandsbanka sem byggir m.a. á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum. Það gerum við með því að bjóða Græna fjármögnun á vistvænum bifreiðum og stuðla þannig að fjölgun umhverfisvænni farartækja. Þegar óskað er eftir fjármögnun á bifreiðum með CO2 útblástur undir 50 g/km þá standa viðskiptavinum hagstæðari vaxtakjör til boða, eða 0,75 prósentustiga afsláttur frá gildandi verðskrá vegna bílalána og bílasamninga hverju sinni. Lánstími á nýjum bílum getur verið allt að 96 mánuðir og hámarks lánshlutfall er 80%.

Ergo hefur lögmæta hagsmuni af því að hafa samband við þá viðskiptavini Tesla, sem hafa valið Ergo sem fjármögnunarðila á www.tesla.com , til þess að aðstoða þá við umsóknarferli vegna fjármögnunar. Þú mátt því eiga von á að haft verði samband við þig símleiðis eða með tölvupósti. Sjá upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga.

Draumabíllinn
Þú finnur draumabílinn og við finnum fjármögnun sem hentar þér.
Umsókn
Þú getur sótt um hjá bílasala eða bílaumboði.
Greiðslumat
Þú þarft að fara í rafrænt greiðslumat ef lánsupphæðin er yfir 2,9 milljónir fyrir einstakling eða 5,9 milljónir fyrir sambúðarfólk.
Samþykkt
Núna er bara að undirrita lánaskjölin rafrænt eða hjá bílasala/-umboði.
Eigendaskipti
Bílasali sér um að útbúa afsal og eigendaskipti og skilar til Samgöngustofu.
Til hamingju
Þú keyrir heim á nýja bílnum.

Fræðsla

Get ég greitt inn á bílalánið mitt?

Þarf ég að fara í greiðslumat?

Er bíllinn lánshæfur?

Spurt og svarað

 

Í báðum tilfellum velur þú bílinn en helsti munurinn snýr að eignarhaldi á meðan á láns- eða samningstíma stendur. Ef um bílalán að ræða er Ergo með fyrsta veðrétt í bílnum á lánstímanum og þú ert skráður eigandi. Veðinu er svo aflétt við uppgreiðslu láns. Ef um bílasamning er að ræða er Ergo skráður eigandi bílsins á samningstímanum og þú ert umráðamaður og skattalegur eigandi. Við uppgreiðslu samnings eru gerð eigendaskipti, þú verður skráður eigandi í stað Ergo.
Í báðum tilfellum berð þú ábyrgð á að vátryggja ökutækið, standa skil á sköttum og gjöldum sem og sjá um viðhald og annan rekstrarkostnað.

Hámarksaldur bíls er 10 ár. Aldur bíls + lánstími má ekki vera lengri en 11 ár.

 

Bílar á bílasamningi og bílaláni þurfa að vera ábyrgðar- og kaskótryggðir en þér er heimilt að tryggja bílinn hjá því tryggingafélagi sem þú kýst.
Skoða fleiri spurningar

Áhugavert

Flestir nýir bílar eru hvítir og
gráir næst kemur rauður og svartur
Gulir og bleikireru óvinsælastir

Fræðsla